Grímsgata 8

Bjartar íbúðir í frábæru hverfi

Grímsgata 8 er fimm hæða fjölbýlishús með einu stiga- og lyftuhúsi. Í húsinu eru 19 íbúðir af fjölbreyttum stærðum og gerðum. Aðalinngangur hússins er á jarðhæð og hafa allar íbúðir sérinngang af svalagangi.

Sérgeymslur, vagna- og hjólageymsla, tæknirými og sorpgeymsla ásamt beinu aðgengi að bílageymslu með níu merktum bílastæðum eru á jarðhæð, þar af er pláss fyrir a.m.k. eitt stæði merkt fötluðum.

Nútímaleg og vönduð hönnun

Íbúðirnar á Grímsgötu 8 eru 2 - 5 herbergja og svalir eða sérafnotaflötur fylgir öllum íbúðum ásamt séreignageymslu í jarðhæð. Íbúðirnar eru í náinni tengingu við ósnortna náttúru og góðar sam­göngu­æðar sem stytta leiðir í allar áttir.

Íbúðir eru seldar fullbúnar með gólfefnum og innréttingum. Þær eru hannaðar á nútímalegan hátt með vönduðum innréttingum og endingargóðu harðparketi á öllum rýmum nema votrýmum. Forstofu-, baðherbergis- og þvottahúsgólf eru flísalögð.

Grímsgatan

Grímsgata 8 er vandað fjölbýlishús í einu fallegasta íbúðahverfi höfuðborgarsvæðisins, Urriðaholti í Garðabæ. Betri staðsetning fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk er vandfundin. Urriðaholt liggur við friðlandið í Heiðmörk og er tengt beint við það með göngu- og hjólastígum.

Urriðaholt er fyrsta hverfið hér á landi til að hljóta vistvottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM Communities. 

Veitingahús

Kaffihús

Verslun

Skóli

Náttúrufræðistofnun

Nágrennið

Við hönnun Urriðaholts var lögð mikil áhersla á að byggðin verði að lifandi og sjálfstæðu samfélagi þar sem gott væri að búa og ekki þurfi að fara langt til að sækja helstu þjónustu.

Í Kauptúni er verslunar -og þjónustukjarni og er í göngufæri við íbúðabyggðina í Urriðaholti. Þar eru meðal annars verslanir IKEA, Costco, Bónus og Vínbúðin.

Efst á Háholti Urriða­holts er gert ráð fyrir bland­aðri byggð íbúða og þjónustu; versl­unum, heilsu­gæslu, skólum og íþrótta­mannvirkjum svo nokkuð sé nefnt.www.urridaholt.is.

Grímsgata 8

Íbúðateikningar

Grímsgata 8

Fjölbýli

Smelltu á íbúðanúmer til að skoða mismunandi íbúðir

Íbúð seld

Íbúðanúmer

101

201

202

203

204

205

301

302

303

304

305

401

402

403

404

405

501

502

503

VERÐ:

M²:

Hæð

Svalir

Herbergi

Bílastæði

Sýningaríbúðir


Hér má sjá tölvugerðar myndir úr mismunandi íbúðum.

Ath.: Lita- og húsgagnaval er leiðbeinandi. Íbúðum er skilað hvítmáluðum og án lausra húsgagna.

Sjá nánar í skilalýsingu

Fáðu frekari upplýsingar


Hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar